Skilmálar

Með því að hefja námskeið staðfestir þú að þú hafir lesið skilmálana hér að neðan og samþykkir þá.




1. Fyrirtækið Enska textasmiðjan (Little Books Publishing), hér eftir nefnt „fyrirtækið“, selur aðgang að námskeiði/námskeiðum á netinu.


2. „Viðskiptavinur“ er sá sem kaupir námskeið af fyrirtækinu.


3. Greiðsla fyrir námskeið þarf að berast að fullu áður en aðgangur að námskeiðinu er veittur.


4. Ef viðskiptavinur er óánægður með námskeiðið má hann fara fram á endurgreiðslu innan fjórtán daga frá kaupum. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að meta ástæður og efni kröfu um endurgreiðslu og eftir atvikum hafna endurgreiðslu ef rök þykja ófullnægjandi.


5. Viðskiptavinur fær aðgang að námskeiðinu í 12 mánuði frá því að greiðsla hefur farið fram.


6. Allt efni námskeiðs, þar með talið texti, myndir, myndbönd og hljóðskrár, er háð höfundarétti. Viðskiptavini er óheimilt að veita öðrum aðgang að efni námskeiðsins. Ekki er heimilt að birta efnið, afrita það, breyta því, dreifa, eftirlíkja, endurútgefa, selja, sýna eða fjölga efninu á nokkurn hátt án skriflegs leyfis fyrirtækisins.


7. Nemendur sem skrá sig á netnámskeið fyrirtækisins fá ekki eignarrétt, hvorki beinan né óbeinan, af efni námskeiðsins.


8. Fyrirtækið getur lokað tímabundið eða endanlega aðgangi viðskiptavina að netnámskeiðum þess ef grunur vaknar um brot á skilmálum þessa námskeiðs. Fyrirtækið skal tilkynna viðskiptavini skriflega eða í síma um ástæður lokunar.


9. Viðskiptavini sem hefur keypt aðgang að netnámskeiðum fyrirtækisins er einungis heimilt að nota sína eigin aðgangsupplýsingar. Óheimilt er að deila aðgangi sínum með öðrum, hvort sem það er í fjárhagslegum tilgangi eða ekki. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að loka aðgangi viðskiptavinar án þess að hann eigi rétt á endurgreiðslu séu þessar reglur ekki virtar.


10. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta innihaldi námskeiðsins eða uppfæra það hvenær sem er, og án fyrirvara.


11. Fyrirtækið ber enga ábyrgð á tapi eða skaða sem viðskiptavinur kann að verða fyrir vegna notkunar á gögnum eða fræðslu námskeiðsins. Viðskiptavinur ber alfarið ábyrgð á notkun þeirrar fræðslu og þeirra upplýsinga sem fram koma á námskeiðinu.


12. Viðskiptavinur samþykkir að krefja námskeiðshaldara ekki um skaðabætur né fjárhagslegar bætur vegna notkunar á námskeiðsgögnum.


13. Fyrirtækið heitir viðskiptavini fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.


14. Ágreiningur sem ekki verður leystur með samkomulagi á milli aðila skal rekinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.



ALDA SIGMUNDSDÓTTIR

© 2023 Little Books Publishing